Námskeið í reglum hópfimleika

Námskeið í reglum hópfimleika

Nú höfum við ákveðið að bjóða uppá námskeið fyrir foreldra og aðra áhugasama um dómarareglur í hópfimleikum sem og að fara í gegnum helstu æfingarnar á hverju áhaldi fyrir sig.

Námskeiðið fer fram þriðjudaginn 23.febrúar kl. 20.00 í Giljaskóla.

Kennarar eru þær Erla Ormarsdóttir, Hulda Rún Ingvarsdóttir og Karen Hrönn Vatnsdal, sem allar þjálfa hópfimleika. Erla og Karen eru jafnframt með dóamraréttindi í greininni. Námskeiðsgjald er kr. 2.000,- á mann, en fyrir par kostar kr. 3.000,-. Greiða verður með reiðufé þar sem enginn posi verður á staðnum. Allur ágóði af námskeiðinu rennur í ferðasjóð keppnishópanna sem eru á leið í æfingabúðir til London í vor og Ollerup í sumar.

Á námskeiðinu verða keppnisreglurnar í hópfimleikum útskýrðar. Farið verður yfir hvað D- C- og E- einkunnir eru, farið verður yfir hvert áhald fyrir sig og fjallað um helstu frádráttarpunkta dómaranna á þeim. Einnig munum við fara yfir allar helstu æfingar sem krakkarnir okkar eru að framkvæma.

Með von um að sjá sem flesta,

Erla, Hulda og Karen