Námskeið síðustu vikuna í júlí hjá FIMAK v/unglingalandsmóts

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Akureyri um verslunarmannahelgina. Keppnisrétt hafa allir á aldrinum 11-18 ára en einnig eru í boði ýmiss verkefni fyrir 10 ára og yngri. Hægt verður að keppa í 26 mismunandi greinum og foreldrar munu einnig geta fundið eitthvað við sitt hæfi svo þetta verður sannkölluð fjölskylduhátíð. Mótsgjald fyrir börn sem keppa undir merkjum ÍBA er  4.000 kr. En það er 2.000 kr. lægra en almenna verðið. Einungis er greitt eitt mótsgjald, sama hversu mörgum greinum keppt er í.Skráning hefst næstkomandi mánudag 6. Júlí inná slóðinni http://umfi.is/skraning velja þarf þar ÍBA og þá lækkar verðið. Athugið að ekki er hægt að hefja skráningu fyrr en á mánudag. Fimak tekur þátt í mótahaldinu og bjóða upp á fimleika (stökkfimi) á laugardeginum kl. 10-15 og parkour á sunnudeginum kl. 16.00-19.00. Við munum bjóða uppá námskeið í stökkfimi vikuna á undan fyrir alla sem vilja. Þau verða 27. -30. Júlí. Fyrir börn fædd 2001-2004 frá kl 16 – 18 FULLT er á þetta námskeið! og fyrir börn fædd 1997-2000 kl 18 -20. ATH fullt er á þetta námskeið. Einnig verður boðið uppá námskeið í Parkour kl.  16 – 18 fyrir báða aldurshópana. Skráning á þau fara fram inn á https://fimak.felog.is/ Við vekjum athygli á að námskeiðin eru fyrir alla þá sem hafa áhuga á fimleikum og parkour og vilja keppa á landsmótinu. Allar æfingar verða því miðaðar út frá því.

Með bestu kveðjum og von um gott sumarfrí.

Starfsfólk FIMAK