Mjög reglulega eru föt og skór tekin í misgripum í fataklefum eða anddyri íþróttamiðstöðvarinnar. Það auðveldar alla úrvinnsu ef þessir hlutir eru vel merktir, því þá er í mörgum tilfellum hægt að rekja hvar hlutirnir eru og leiðrétta. Við biðlum því til ykkar að merkja vel eigur barna ykkar.
Um þessar mundir eru tvenn stígvél á villigötum, önnur eru bleik merkt stígvél og eru alveg eins ómerkt stígvél nr. 24/25 í skóhillunni hér. Hin stígvélin eru svört Viking Polar kuldastígvél nr. 31 eða 32 merkt KGB.
Jafnframt er einhver með of litlar, svartar Didrikosn snjóbuxur í sínum fórum. Þær eru númer 152 en eigandi þeirra situr uppi með buxur nr. 164. Báðar buxur eru ómerktar.
Með kveðju,
Starfsfólk FIMAK