Lús
Upp hefur komið tilvik um lús í einum hópi í fimleikunum. Mikilvægt er að þeir sem greinast með höfuðlús eða forráðamenn þeirra bregðist strax við smitinu til að komið sé í veg fyrir dreifingu til annarra. Allir geta fengið lús og lúsasmit er ekki merki um óþrifnað.
Félagið óskar eftir því að börn sem greinast með lús mæti alls ekki á æfingar á meðan á lúsameðferð stendur.
Greining
- Leitið að lús hjá barni ykkar og öðru heimilisfólki reglulega samkvæmt eftirfarandi leiðbeiningum:
- Skoðið hárið vel undir sterku ljósi, lúsin kann best við sig í hnakka, á hvirfli og aftan við eyru.
- Eggin/nitin eru eins og litlir hnúðar á hárinu. Nitin eru oft ljós, dökk eða silfurlit (tóm). Lúsin límir þau föst, þess vegna strjúkast þau ekki auðveldlega af hárinu.
- Það er tiltölulega auðvelt að sjá fullvaxna lús, hún er 2-3 mm að stærð, oft grá, dökk eða ljósbrún. Hins vegar getur verið mjög erfitt að finna þær lýs sem eru nýkomar úr eggjunum, þær eru pínulitlar og hálfgegnsæjar. Þess vegna þarf að fylgjast vel með næstu daga.
- Notið sérstaka lúsakamba sem fást í lyfjaverslunum. Til eru mismunandi tegundir af kömbum, t.d. sérstakir fyrir þykkt og sítt hár.
Nánari upplýsingar eru að finna á síðunum:
http://landlaeknir.is/Pages/831 og
http://landlaeknir.is/?PageID=527