Í Júní býður Fimleikadeild KA upp á fim-leikjaskóla fyrir 7-10 ára krakka (2014-2017).
Leikjaskólinn verður frá kl. 8:00 - 12:00 alla virka daga og stendur yfir í viku í senn, fyrsta vikan er styttri vegna skólaslita í grunnskólum og vika 3 er bara 4 dagar því 17.júní kemur inn í hana.
Leikjaskólinn fer fram í íþróttahúsi/fimleikahúsinu við Giljaskóla.
Eftirfarandi dagsetningar eru í boði :
Vika 1 : 5.-7. júní
Vika 2: 10.-14. júní
Vika 3 : 18.-21.júní
Vika 4 : 24.-28.júní
Vikan kostar 14.900 kr nema vika 1 og 3 þær eru ódýrar vegna færri daga.
Námskeiðin samanstanda af fimleikaæfingum og ýmsum leikjum, bæði úti og inni. Krakkarnir þurfa að hafa með sér hollt og gott nesti fyrir morgunkaffi og vatnsbrúsa!
Fyrir nánari upplýsingar má senda póst á fimleikar@ka.is
Við minnum á Leikjaskólinn er EKKI barnapössun, þetta er leikjanámskeið þar sem ætlast er til að krakkar taki þátt í því starfi og leikjum sem við erum í hverju sinni.
Skráning er hafin og fer fram í gegnum sportabler : skráning í leikjaskóla
ATH að takmarkað pláss er á námskeiðunum.
Einnig áskilur Fimleikadeildin sér rétt til að fella niður námskeið ef það er ekki næg þátttaka.
Alexandra, skrifstofustjóri FIM.KA og Sonja Dags, formaður deildarinnar verða með yfirumsjón yfir leikjaskólanum.