Keppniskrakkar til Ítalíu

Æfingabúðirnar í Cesenatico
Æfingabúðirnar í Cesenatico

Dagana 9. júní -16. júní dvelja keppniskrakkar frá okkur á Ítalíu, Cesenatico í æfingabúðum.  Mikill undirbúningur er búinn að eiga sér stað þar sem krakkarnir hafa safnað fyrri þessari ferð í allan vetur.  5 þjálfarar fara með krökkunum þau Florin, Mirela, Rannveig, Emma og Ólöf ásamt því að þrír farastjórar úr röðum foreldra fara með.

Gróft ferðaplan

Mæting er á föstudaginn næsta 08. Júní kl. 19:30 við fimleikahúsið, þar mæta ALLAR STELPURNAR, OG ÞJÁLFARAR OG FARARSTJÓRAR LÍKA, Í NÝJU PEYSUNNI OG ÍSBJARNARBOLNUM, beðið verður eftir að skipt verði um föt ef ekki verður farið eftir þessu. Gerum ráð fyrir að leggja af stað um 20:00.  Við biðjum ykkur að nesta stelpurnar í rútuna,  pissustopp verður í staðarskála hálf 11 - 11.

Þið megið endilega ræða það heima fyrir að þótt það sé gaman að vaka og vera í stuði á leiðinni þá þurfi þær að leggja sig til að eiga góðann dag á ferðalagi á Ítalíu daginn eftir.  í bandi við rútuna og það að við erum að ferðast að kvöldi og nóttu þá stendur okkur það til boða að stelpurnar hafi með sér teppi og kodda sem SBA geymir svo fyrir okkur þangað til við förum aftur heim.  Þetta verða að vera fyrirferðalítil teppi og litlir koddar því plássið er mikið til geymslu.

Stoppað verður á subway í morgunmat (0: þegar við komum til RVK áður en brunað verður til KEF.

Gert verður ráð fyrir að við förum í loftið 06.30 og lendum 4 klst seinna í Bolognia eða 12:35 á staðartíma, gerum ráð fyrir um klst í að ná í farangurinn okkar og útí rútu. Við verðum 1 og hálfan til 2 tíma á leiðinni niður til Cesenatico, gerum ráð fyrir að vera þar í síðasta lagi um 16:00.  Linkur á Kampinn er hér

Okkur skilst að þegar við komum á staðinn verði nýbyrjuð International keppni í teamgym  20+ á campinum okkar sem við megum fylgjast með.

Við ætlum að halda úti bloggsíðu sem þið verðið endilega dugleg að skoða hjá okkur slóðin er www.fimak.wordpress.com

Við höfum talað um að það verði 2 æfingar á dag í 2 tíma en auðvitað riðlast það eitthvað þar sem við ætlum að gera svo mikið skemmtilegt líka.

Farið verður yfir til Rimini að heimsækja moll sem er þar og leyfa stelpunum aðeins að versla en við bendum á 350€ hámarkið og stöndum við það þetta á ekki verða nein risaverslunaferð.  Athugið að inni í upphæðinni sem þið sendið þær með er peningur til allrar aukaneyslu kaupa sér ís eða eitthvað að drekka á ströndinni, bolir, hattar, strandardót þannig að þær fara ekki með alla upphæðina í Mollið til að eyða því þar.

Við ætlum að fá okkur göngutúr í sundlaugagarð sem er rétt hjá okkur einhvern daginn eftir æfingu.

Eins ætlum við að taka strætó eða rútu og kíkja á Miribilandiapark sem er risastór sundlauga og tívolígarður.

Auðvitað verður dauði tíminn notaður til að kíkka á bæinn sem við verðum í en hann er víst mjög fallegur Svo gerum við ráð fyrir að fara allavega einu sinni fínt út að borða svo allir geti gert sig fína og fengið flottan mat, okkur skilst að Pizza sé efst á lista hjá stelpunum (0:

Laugardaginn 16. Júní leggjum við af stað heim. Við þurfum að vera komin á flugvöllinn ekki seinna en 13.30 og eigum svo flug heim 15:30 á staðartíma. Gert er ráð fyrir að við lendum í KEF 17:30 á íslenskum tíma þá verður hoppað beint uppí rútu og brunað heim. Við erum ekki alveg búin að ákveða matarpásur á leiðnni heim en við sjáum til þess að allir borði eitthvað, líklega þurfa þær að eiga smá íslenskan pening í þá ferð. Við verðum heima á Akureyri líklega í kringum 01.00 á sjálfum 17. júní.

Tékklisti:

Vegabréf og afrit af því, ESB sjúkrakort, tryggingakort. Peningar og gjaldeyrisblað útfyllt í renndan poka...(lokaðann poka) 350€ hámark

Strandhandklæði (það eru 1 miðlungshandklæði og eitt lítið á mann á hótelinu sem ekki má fara með útaf herberginu).  Sundpoka eða tösku til að fara með í ferðir og ströndina.

Föt til skiptanna, íþróttaskór til að ganga í (jafnvel skokka) nærföt og sokkar, sundföt, (nánar í viðhengi), Æfingaföt, eitthvað létt, þær geta líklega notað sama æfingargallan tvisvar svo 4-5 sett ættu að vera nóg, sólarvörn og eftir sól. Lyf ef þær þurfa (verkjalyf, Astmalyf, ávísuð lyf, ofnæmislyf og svo framvegis)

Við minnum ykkur á að prenta út gjaldeyrisbréfið hér í viðhengi, fylla út upphæðina af € sem þær hafa með sér og skrifa undir.

Eins er hér í viðhenginu herbergjaskipan, þessi gulu eru fararstjórar hvers hóps og eins er að finna þar ýtarlegri tékklista.

Athugið að öll raftæki sem stelpurnar koma með, með sér eru á ykkar og þeirra ábyrgð.

Það verða stífar reglur með notkun síma, við gerum ráð fyrir að taka símana af þeim eftir klukkan vissan tíma á kvöldin...okkur hefur verið ráðlagt að gera þetta svona af nokkrum félugum þar sem síminn ýtir undir heimþrá, sérstaklega á kvöldin. Eins er ekki gott að vera í þeirri stöðu að vera heima og hágrátandi barnið mans hringir í mann að nóttu til.  það er best að þau leyti til okkar og við leysum málið.

Við biðju ykkur endilega að klára að svara öllum spurningum sem fararstjórar hafa um almenna heilsu hvers og eins og svo sjáumst við bara hress á föstudaginn kl. 19:30 uppi í fimleikahúsi.

Fyrir ykkur sem hafið verið að fylgjast með jarðskjálftunum á Ítalíu þá erum við enn að fylgjast með því líka og þeir sem við höfum talað við segja okkur að hafa engar áhyggjur af þessu....við heyrðum í Frönku í dag á kampinum og þau hafa ekki fundið fyrir neinum skjálftum....eins höfum við verið í bandi við jarðeðlisfræðinga hjá HA og veðurstofu Íslands. Ef þið viljið frekari útskýringar þá bendum við ykkur á að tala við Fribba hann er með allar útskýringarnar á hreinu.

Kv Nefndin