Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA föstudaginn 1.desember. Þetta var í 84. skipti sem KEA veitir styrki úr sjóðnum og fór úthlutunin fram í Ketilhúsinu á Akureyri. Auglýst var eftir styrkjum í október síðastliðnum og bárust tæplega 200 umsóknir. Úthlutað var 15 milljónum króna til 64 aðila.
Fimleikafélag Akureyrar var eitt af 20 íþróttafélögum sem fékk styrk og þökkum við KEA kærlega fyrir þá úthlutun.