Jólasprell/jólasýning Fimleikafélags Akureyrar.

Gríðarleg gróska er í starfi Fimleikafélags Akureyrar, 400 iðkendur leggja nú stund á fimleika hjá fimleikafélaginu þeir yngstu 4 ára og þeir elstu tæplega 40 ára. Árangur iðkenda á mótum er líka frábær, er skemmst að minnast árangurs á móti hjá Ármanni í Reykjavík á dögunum og hjá M-1 í október þar eignuðumst við íslandsmeistara.

Biðlistar eru hjá félaginu og á það sérstakleg við um yngstu iðkendurna í 4 – 5 ára hópum. Fjölga mætti verulega í þeim hópum ef aðstaða félagsins yrði bætt.

Á haustdögum hóf FA tilraunaverkefni, það er að segja fimleikar fyrir fólk á besta aldri, áhugi er svo sannanlega til staðar og eru nú nokkrir sprækir æringjar að leggja stund á fimleika. Von er til að hægt sé að keyra slíkan hóp í gagnið af fullri alvöru eftir áramót. Áhugasömum er bent á að skrá sig með því að senda tölvupóst á fimak@fimak.is stefnt er að því að vera allavega tvisvar í viku með æfingar.

 

Kær kveðja

Friðbjörn B. Möller.

formaður/gjaldkeri FA