Opnað hefur verið fyrir skráningu í íþróttaskóla FIMAK fyrir haustönn 2019. Íþróttaskólinn er ætlaður börnum fæddum 2015 – 2017. Æfingar fara fram á laugardagsmorgnum.
Hópur |
Fæðingarár |
Æfingatími |
S1 |
2017 |
09:00 – 09:45 |
S2 |
2016 |
09:30 – 10:15 |
S3 |
2016 |
10:00 – 10:45 |
S4 |
2015 |
10:30 – 11:15 |
S5 |
2015 |
11:00 – 11:45 |
Fyrirkomulagið er á þann hátt hjá þriggja og fjögurra ára iðkendur að þau eru án foreldra í tímunum. Það er þó leyfilegt að fylgjast með fyrsta laugardag hvers mánaðar.
Foreldrar tveggja ára iðkanda eru vinsamlegast beðnir um að fylgja þeim eftir á æfingum.
Fyrsti tíminn á haustönn verður 7. september og stendur námskeiðið til 7. desember. Þetta verða 13 skipti en einn tími á haustönn fellur niður vegna mótahalds. Það er ekki komið í ljós hvaða laugardagur það verður.
Skráning og greiðsla fer fram í gegnum skráningarsíðuna https://fimak.felog.is/. Athugið að takmarkað pláss er á námskeiðin.