Fimmtudaginn 12.02.2015 var íþróttamaður FIMAK 2014 krýndur í húsakynnum FIMAK.
Íþróttamaður Fimleikafélags Akureyrar árið 2014 var valinn Stefán Þór Friðriksson. Stefán lagði nýlega stund á hópfimleika en grunnur hans er úr Parkour greininni. Stefán er einn þriggja sem kom því í gegn á sínum tíma að FIMAK biði upp á æfingar í Parkour. Hann hefur æft og þjálfað Parkour hjá félaginu í nokkur ár og komið að uppbyggingu greinarinnar hér í bæ. Fyrir einu og hálfu ári ákvað Stefán að reyna fyrir sér í hópfimleikum. Hann hóf æfingar hér heima og fór svo suður yfir sumarið og æfði með Gerplu. Hann náði undraverðum árangri á mjög stuttum tíma og vann sér inn sæti í liði Gerplu sem keppti á Norðulandamótinu það ári. Á árinu 2014 komst Stefán í 16 manna hóp í landsliðið sem valið var fyrir Evrópumótið sem fram fór hér síðastliðið haust. Stefán er jákvæður og kemur fram við iðkendur félagsins af virðingu og er því góð fyrirmynd fyrir aðra iðkendur. Við hjá FIMAK höfum fulla trú á að á næsta Evrópumóti verði hann einn af máttarstólpum landsliðsins.
Stjórn FIMAK tók ákvörðun um að breyta hefðbundnum verðlaunaafhendingum sem farið hafa fram síðustu ár. Ákveðið var að Íþróttamaður félagsins ár hvert yrði að vera orðinn 16 ára. Einnig var tekin ákvörðun um að bregða frá þeirri venju að velja bestan í hverri keppnisgrein og veita í stað viðurkenningar fyrir framfarir annars vegar og ástundun og virkni hins vegar. Veitt voru verðlaun í hverjum keppnishóp. Þó langt sé liðið á veturinn þá var nú verið að veita viðurkenningar fyrir síðasta vetur. Framvegis verða þessar viðurkenningar veittar í maí að lokinni keppnisvertíð. Það eru yfirþjálfarar félagsins sem sjá um valið. Veitt voru verðlaun í eftirfarandi hópum.
-Áhaldafimleikum kvk
-Áhaldafimleikum kk
-Hópfimleikum
-Stökkfimi
Á sama tíma var skrifað undir styrktarsamning á milli Bílaleigu Akureyrar og FIMAK. Rut Jónsdóttir framkvæmdastjóri FIMAK og Arna Hrönn Skúladóttir frá Bílaleigunni skrifuðu undir samninginn
Stjórn og starfsfólk FIMAK