Næstkomandi laugardag fer fram Íslandsmót í þrepum í áhaldafimleikum. Mótið er haldið í Björkunum í Hafnafirði. Keppt er í 1.-5. þrepi íslenska fimleikastigans bæði hjá stelpum og strákum. Fimleikafélagið á 8 keppendur á mótinu, og tvo til vara, sem allir áunnu sér rétt til þátttöku með frábærum árangri á FSÍ mótum í vetur.
Skipulag mótsins er að finna hér.
Eftirtaldir eru þeir sem áunnu sér rétt til þátttöku frá FIMAK:
Jón Smári Hansson 3. þrep
Kolfinna Frigg Sigurðardóttir 3. þrep
Ögri Harðarson 4. þrep
Sigrún Harpa Baldursdóttir 4. þrep
Amanda Helga Elvarsdóttir 4. þrep
Rakel Róbertsdóttir 4. þrep til vara
Rakel Sjöfn Stefánsdóttir 4. þrep til vara
Breki Harðarson 5. þrep
Birgir Valur Ágústsson 5. þrep
Emilía Björk Jóhannsdóttir 5. þrep
Stjórn FIMAK