Um helgina fór fram Íslandsmót í þrepum í Ármannsheimilinu. Til að öðlast þátttökurétt á mótinu þarf að hafa náð lágmarksstigum hvers þreps fyrir sig á einhverju FSÍ móti sem farið hefur fram um veturinn. 25 keppendur frá FIMAK tóku þátt og stóðu þau sig öll með prýði. Jóhann Gunnar Finnsson sigrðai 4. þrepið hjá strákunum og er því Íslandsmeistari í 4. þrepi. Til gamans má nefna það að Jóhann Gunnar var einnig Íslandsmeistari í fyrra en þá í 5. þrepi. Það er því óhætt að segja að drengurinn sé að bullandi siglingu undir stjórn þeirra Jan Bogodoi og Rúnars Unnsteinssonar. Thelma Sól Gröndal sigraði svo sinn aldursflokk í 5. þrepi stúlkna 10 ára og hafnaði í 3. sæti um Íslandsmeistaratitilinn. Logi Gautason lenti svo í 3. sæti í 5. þrepi 10 ára.
Eftirfarandi iðkenndur í F og K hópum kepptu á mótinu
Í 5. þrepi kvenna: Emelía Mist 9 ára, Sara Mist 9 ára, Sonja Björk 9 ára, Thelma Sól 10 ára, Kristel 10 ára, Hallfríður Anna 10 ára, Martha Mekkín 10 ára, Andrea 11 ára og Erla Katrín 11 ára.
Í 4. þrepi kvenna: Salka 10 ára, Elinóra Mist 10 ára, Hildur Heba 11 ára, Agnes Birta 11 ára, Guðbjörg 13 ára og eldri.
Í 3. þrepi kvenna: Hafrún Mist 13 ára
Í 2. þrepi kvenna: Karen Ósk 13 ára og eldri
Í 5. þrepi drengja: Logi, Gabríel, Kieran og Gísli
Í 4. þrepi drengja: Jóhann Gunnar.
Í 3. þrepi drengja: Birgir Valur.
Í 2. þrepi drengja: Ögri.