Íslandsmót í þrepum fór fram í dag í Versölum. FIMAK eignaðist tvo Íslansdmeistara báða í 5. þrepi. Þau Halldóra Ósk Gunnlaugsdóttir Briem og Sölvi Sverrisson náðu bæði þeim frábæra árangri að verða Íslansdmeistarar í 5. þrepi stúlkna og drengja. Aðrir keppendur frá FIMAK voru einnig að standa sig frábærlega undir leiðsögn Florin Páun, Mirela Páun, Jan Bogodoi og Mihaela Bogodoi
María Sól Jónsdóttir lenti í 2. sæti í 3. þrepi,
Ragnheiður Sara Steindórsdóttir lenti í 2. sæti í 4. þrepi,
Margrét Anna Jónsdóttir lenti í 3. sæti í 4. þrepi,
Ívar Tumi Gunnlaugsson Briem var í 3. sæti í 4. þrepi,
Elvar Leví Sigurðsson lenti í 3. sæti í 5. þrepi,
Vilté Petkuté lenti í 1. sæti í 5. þrepi 12 ára og eldri,
Dagmar Huld Pálsdóttir lenti í 1. sæti í 5. þrepi 10 ára,
Bríet Fjóla Bjarnadóttir lenti í 2. sæti i 5. þrepi 9 ára.
Til hamingju með frábæran árangur.