Hér má sjá hvernig helgin skiptist í vaktir og af nóg er að taka.
Föstudagu 21. mars
18:00 verður farið í að breyta salnum í keppnissal. Það er nokkuð um burð í þessu verki svo við mælum með að fólk sé líkamlega tilbúið í þessa vinnu.
Yfirleitt hefur þetta tekið okkur 2-3 klst að klára, við gerum ráð fyrir að það verði eins í þetta skiptið.
Laugardagur 22. mars
1. Hluti/4 og 3 þrep kvenna og Special Olympics
Ritarar: Mæta kl. 09:30-12:45 Ritarar sjá um að reikna út meðaltalið af einkunn dómara. Ef þið hafið áhuga á ritaranum en hafið ekki gert það áður mælum við með að þið mætið aðeins fyrr til að fara yfir dómarablöðin með ykkur. Þetta er ekkert flókið en það gott að vera öruggur áður en við byrjum.
Hlauparar: mæta 09:30-12:45 þeir sjá um að koma dómarablöðum á háborðið og sýna einkunnir. Þetta starf er tilvalið fyrir yngstu kynslóðina (meiga vera 12 ára og uppúr)
Tímavörður: Mætir 09:30-12:45 Tekur tíma æfinga á jafnvægisslá annars vegar og hinsvegar tíma á Gólfi.
Línuvörður: 09:30-12:45 Situr við línu þegar æfingar eru gerðar á gólfi, þarf að láta dómara vita ef stigið er út fyrir línuna eða sýna fána sem sem gefur til kynna að stigið hafi verið útaf.
Sjoppan: Mætir 08:50-13:00 Aðstoða við afgreiðslu í sjoppunni og það sem henni fylgir, sem dæmi dómaramatur og þjálfaramatur.
Miðasla: 08:50-13:00 Mest er að gera í byrjun hvers hluta í miðasölunni svo stundum aðstoða þeir sem um hana sjá í sjoppunni.
22. mars Laugardagur
Hluti 2/ 1 og 2 þrep KVK og KK
Ritarar mæta 14:50-18:10
Hlauparar mæta 14:50-18:10
Tímaverðir mæta 14:50-18:10
Línuverðir mæta 14:50-18:18
Sjoppa mætir 13:00-18:10
Miðasala mætir 13:00-16:00
23. mars Sunnudagur
Hluti 3/ 5 þrep KVK 9 og 11 ára/ 5 þrep KK
Ritarar mæta 08:40-11:40
Hlauparar Mæta 08:40-11:40
Tímaverðir mæta 08:40-11:40
Línuverðir mæta 08:40-11:40
Sjoppa mætir 07:50-12:00
Miðasala mætir 07:50-11:00
23. mars Sunnudagur
4 hluti/ 5 þrep 10 og 12+ KVK/ 3 og 4 þrep KK
Ritarar mæta 12:50-15:45
Hlauparar mæta 12:50-15:45
Tímaverðir mæta 12:50-15:45
Línuverðir mæta 12:50-15:45
Sjoppa mætir 12:00-15:35
Miðasala mætir 11:00-14:00
Frágangur í sal 15:45 og þangað til við klárum, (2-3 tímar)
Þið sem getið aðstoðað okkur þessa helgi finnið ykkur tíma og verk sem ykkur hentar og sendið svo email á gvaka73@gmail.com og athugið að hafa gsm númerið ykkar með emailinu, nafn og jafnvel nafn iðkanda.
Þetta verður mikil fimleikaveisla sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Frítt er inn fyrir 16 ára og yngri en fullorðnir borga 1000.- fyrir alla helgina.
Með bestu kveðjum starfsfólk FIMAK