Athugið að allir iðkendur FIMAK verða að ganga frá skráningu og greiðslu æfingagjalda í NORI fyrir 11 janúar nk. til að staðfesta þátttöku í starfinu og halda plássi í hóp. Vegna S hópa verður að ganga frá skráningu fyrir 7. janúar nk.
Vörönn hefur lengst frá fyrri árum, hjá almennum hópum lýkur vorönn 3.júní en keppnishópum 16.júní. Samherja afsláttur er 8.000 kr hjá iðkendum í grunnskóla og hjá þeim sem eru fæddir 1999 og 1998
Gengið er frá greiðslum í gegnum heimsíðu félagsins, sem tengd er við greiðslukerfið NORI. Innskráning er hér:https://fimak.felog.is/ Hægt er að velja um að skipta greiðslum á greiðsluseðla eða kreditkort (VÍSA og Mastercard) og hægt er að skipta greiðslunum á allt að 3 greiðslur fyrir önnina. Við höfum sett saman leiðbeiningar fyrir notendur vefsins og eru þær hér: http://www.fimak.is/static/files/2014/leidbeiningarNORI.pdf
Við viljum vekja athygli á því að kostnaður fyrir hvern greiðsluseðil er kr. 390,- sem er greiðslu og þjónustugjald innheimt af Greiðslumiðlun, sem er eigandi Nori kerfisins. FIMAK leggur þetta gjald ekki á og fær ekkert af því í sínar hendur.
Kjósi fólk að staðgreiða með peningum eða korti verður fólk að koma á skrifstofu félagsins og ganga þar frá æfingagjöldum fyrir 11. janúar.
Til að nýta tómstundarávísun Akureyrarbæjar, kr. 16.000, þarf að haka í nota frístundarstyrk.
Stjórn og starfsfólk FIMAK