Innheimta æfingargjalda haust 2015

Nú fer að líða að innheimtu æfingagjalda fyrir haustönn 2015.

Athugið að allir iðkendur FIMAK verða að ganga frá skráningu og greiðslu æfingagjalda í NORI  fyrir 15. september nk.  til að staðfesta þátttöku í starfinu og halda plássi í hóp.

Gengið er frá greiðslum í gegnum heimsíðu félagsins, sem tengd er við greiðslukerfið NORI. Innskráning er hér: https://fimak.felog.is/ Hægt er að velja um að skipta greiðslum á greiðsluseðla eða kreditkort (VÍSA og Mastercard) og hægt er að skipta greiðslunum á allt að 3 greiðslur fyrir önnina. Við höfum sett saman leiðbeiningar fyrir notendur vefsins og eru þær hér: http://www.fimak.is/static/files/2014/leidbeiningarNORI.pdf

Við viljum vekja athygli á því að kostnaður fyrir hvern greiðsluseðil er kr. 390,- sem er greiðslu og þjónustugjald innheimt af Greiðslumiðlun, sem er eigandi Nori kerfisins. FIMAK leggur þetta gjald ekki á og fær ekkert af því í sínar hendur.

Kjósi fólk að staðgreiða með peningum eða korti verður fólk að koma á skrifstofu félagsins og ganga þar frá æfingagjöldum fyrir 15.september nk.

Tómstundarávísun

Þeir sem hafa ekki þegar leyst út tómstundarávísun fyrir árið 2015 geta nýtt hana upp í æfingargjöldin hjá okkur. Það þarf þá að haka í viðkomandi stað á greiðslusíðunni.

Að lokum þá viljum við benda á að FIMAK endurgreiðir ekki æfingagjöld nema þá að um langvarandi veikindi eða slys á barni sé um að ræða. Allar slíkar beiðnir þurfa að berast skrifstofu á skrifstofa@fimak.is.

Stjórn og starfsfólk FIMAK