Æfingar eru byrjaðar hjá öllum hópum hjá okkur samkvæmt stundaskrá. Einhverjar breytingar hafa verið gerðar á stundatöflu og hafa þær breytingar verðið sendar á forráðamenn viðkomandi iðkenda.
Nokkrir hlutir sem okkur langar að árétta í byrjun starfsárs.
-Þeir sem ekki hafa ennþá gengið frá æfingargjöldum. Það er verið að handskrá þau inn í Nori í þessari viku. Ef þið viljið nýta frístundarávísun þá hvetjum við ykkur að ganga sjálf frá þeim sem fyrst.
-Hérna er að finna æfingareglur FIMAK
-Fyrsta áhorfsvika á þessari önn er 1. október til og með 7. október. Alltaf má horfa á æfingar í gegnum glerið
-Opnunartíma skrifstofu má sjá hérna.
-Viðtalstími yfirþjáflara er alla miðvikudaga milli 17:00 og 17:30. Á öðrum tímum er hægt að ná á honum í gsm: 823 0235 og florin@fimak.is
-Ekki er leyfanlegt að taka myndir eða myndbönd inn í sal nema með leyfi þjálfara.
- Það væri gott ef foreldra myndu minna börn sín á að nota skóhillur eða setja skó upp við vegg. Einnig að minna á að hjólin/hlaupahjólin eiga ekki að vera beint fyrir utan hurðina. þetta er sérstaklega mikilvægt ef að í húsinu verður slys að hægt sé ganga um hurð og anddyri.
-Nokkuð hefur borið á því að iðkendur séu að koma nokkuð mikið fyrir æfingu og að þvælast um húsið s.s. í búningsklefa og í fimleikasal. Starfsfólk íþróttahússins er fáliðað og á erfitt með að halda uppi eftirliti með slíkum hópum. Því er mælst til þess að iðkendur komi rétt fyrir æfingu og sé ekki í húsinu að óþörfu. Þeir sem þurfa að bíða fyrir eða eftir æfingu mælumst við til að þau bíði aðeins í anddyri hússins.
-Mikilvægt er að þegar börnum ykkar er keyrt á æfingar og eins þegar sótt er að leggja EKKI FYRIR FRAMAN ANDDYRIÐ, það skapar mikla hættu fyrir aðra iðkendur sem eru að koma eða fara.Vinsamlegast notið bílastæðin.
Um von um gott samstarf í vetur
Starfsfólk FIMAK