Í upphafi starfsárs

Æfingar byrja hjá okkur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 29. ágúst, nema að æfingar hjá M hópum og Mix hóp byrja viku seinna eða 5.september.  Æfingar byrja hjá leikskólahópum laugardaginn 10. september.


Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga í upphaf annar


-Ganga þarf frá skráningu æfingargjalda fyrir 3ja september í NORI kerfið.


-Hérna er að finna æfingareglur FIMAK


-Áhorfsvika er í upphafi hvers mánaðar, nánar hérna


-Opnunartíma skrifstofu má sjá hérna.


-Nokkuð hefur borið á því að iðkendur séu að koma nokkuð mikið fyrir æfingu og að þvælast um húsið s.s. í búningsklefa og í fimleikasal. Starfsfólk íþróttahússins er fáliðað og á erfitt með að halda uppi  eftirliti með slíkum hópum. Því er mælst til þess að iðkendur komi rétt fyrir æfingu og sé ekki í húsinu að óþörfu.  Þeir sem þurfa að bíða fyrir eða eftir æfingu mælumst við til  að þau bíði aðeins í  anddyri hússins.


-Mikilvægt er að þegar börnum ykkar er keyrt á æfingar og eins þegar sótt er að leggja EKKI FYRIR FRAMAN ANDDYRIÐ, það skapar mikla hættu fyrir aðra iðkendur sem eru að koma eða fara.Vinsamlegast notið bílastæðin.

 

Um von um gott samstarf í vetur

Starfsfólk FIMAK