Vikuna 30. júlí - 6. ágúst fór stór hópur frá FIMAK í hópfimleikum í æfingabúðir til Ollerup í Danmörku. Með í för voru 6 þjálfarar sem sóttu þjálfaranámskeið meðan krakkarnir voru á æfingum. Krakkarnir sem fóru voru í stífum æfingum ásamt því að upplifa sýningaratriði þar sem 4 landslið Danmerkur sem æfa fyrir Evrópumótið sýndu listir sýnar. Meiriháttar upplifun fyrir hópinn allann.
Þjálfararnir Auður Anna Jónasdóttir, Erla Ormarsdóttir, Hulda Rún Ingvarsdóttir, Karen Hrönn Vatnsdal, Stefán Þór Friðriksson og Þórdís Þöll Þráinsdóttir sóttu námskeið ýmist í choreographiu, stökkum og/eða móttöku. Þjálfararnir upplifðu margt nýtt og koma til baka með nýjar og breyttar áherslur og reynslunni ríkari.