Haustönnin fer vel af stað og allt komið á fullt, mikil efturspurn og aðsókn er eftir því að komast í fimleika og parkour sem er frábært.
Búið er að halda foreldrafundi með öllum hópum þar sem farið var yfir önnina og hvað sé framundan.
Í haust eru um 430 iðkendur að æfa hjá okkur, þjálfarar og aðstoðarþjálfarar eru 49. Það styttist í fyrsta mót hjá okkar iðkendum og einnig þrepamót 1 sem FIMAK mun koma til með að halda 4.nóv nk og er mikil tilhlökkun fyrir því.