Sælir forleldrar og forráðamenn
Helgina 2.-4. nóv verður haldið Haustmót FSÍ í áhaldafimleikum hjá okkur í FIMAK. Þetta er í þriðja skiptið sem við höldum þetta mót og hlökkum mikið til. Eins og áður hefur komið fram getum við ekki haldið mót af þessari stærðargráðu nema með aðstoð foreldra.
Í ár ætlum við aðeins að breyta kerfinu og byrja á að bjóða ykkur að skrá ykkur á vaktir sem ykkur hentar, skráning stendur yfir frá mánudegi 08. okt til sunnudag 14. okt. Hægt er að skrá sig með að senda póst á gvaka73@gmail.com, eða með skráningu á blöðum sem hanga á töflu í andyrinu uppi í húsi. Þeir sem ekki skrá sig geta átt vona á því eftir 14. okt að vera skikkaðir á vaktir. Ef þú sérð þér ekki fært að geta unnið vaktina sem þú ert skikkaður á þá þarft þú að finna einhvern til að skipta við þig.
Svona er víst kerfið hjá mörgum íþróttafélugum og gengur það vel, svo okkur langar að prófa það í ár og sjá hvort það henti okkur.
Hér fyrir neðan má sjá hvaða verk eru í boði en því miður getum við ekki nelgt niður tímatöfluna fyrr en við fáum mótaskrá frá FSÍ. Við gerum ráð fyrir að hver vakt verði um 4 klst...kannski minna í sumum tilfellum en helst ekki meira nema næturvakt í Glrerárskóla er frá 23-07 og morgunmatsvakt Glerárskóla 06-11.....
EIns og áður bjóðum við uppá gistingu, morgunmat og kvöldmat í Glerárskóla fyrir aðkomna en við þurfum að manna vaktir þar allan tímann sem liðin eru í húsinu, dag og næturvaktir, morgunmat og kvöldmatsvaktir....Pælingin er eins með vaktirnar í Glerárskóla og á mótinu að þær verði ekki mikið lengur en 4 klst nema eins og áður sagði næturvaktirnar....það er t.d. mjög sniðugt fyrir hjón eða vinkonur að taka saman næturvakt......
Morgunverðavaktirnar eru 5 klst.....
Við setjum í gamni fyrir aftan útskýringu á hverju verki hvað við þurfum marga einstaklinga í hvern hluta....Haustmótið hjá okkur hefur verið 4-5 hlutar yfir alla helgina.....þannig að þið sjáið að við þurfum þónokkuð af fólki til að aðstoða okkur....
VIð gerum nokkurnveginn ráð fyrir að mótið byrji kl. 08 á laugardagsmorgni (gæti breyst í föstudagskvöld) og ljúki um miðjan dag á sunnudegi.....
-Ritari= situr við dómaraborð og reiknar út meðaltal af einkunum, dómarar kenna hverjum og einum hvernig á að reikna þetta út... 18 ára og eldri (Þurfum 10-14 manns í hvern hluta)
-Hlauparar= Taka við dómarablöðum hjá riturum og afhenda tölvuliðinu á háborðinu.... 14 ára og eldri (þurfum 10-14 manns í hvern hluta)
-Línuverðir= Sitja við Gólf og fylgjast með að ekki sé stigið útaf við æfingar á gólfi..... 18 ára og eldri (þurfum 2 í hvern hluta)
-Tímaverðir= Taka tíma á Jafnvægisslá og Gólfi (ekki víst að við þurfum) (ef við þurfum þá þurfum við 2 í hvern hluta)
-Uppröðun á sal og frágangur á sal= Í þetta verk þurfum við sterka einstaklinga (þurfum 15-20 manns) Þetta verk er í raun fyrir og eftir mót líklega seinnipartur föstudag og seinnipartur sunnudag
-Sjoppa= Aðstoðar foreldrafélag við störf í sjoppunni (þurfum 4-5 á hverja vakt) 15 ára og eldri
-Miðasala=Aðstoðar foreldrafélag við störf í miðasölunni (þurfum 2 á hverja vakt) 18 ára og eldri
-Dr=Við verðum að vera með lækni, hjúkrunarfæðing eða sjúkraþjálfara viðstaddan hvern hluta ef upp koma slys. (þurfum 1 í hvern hluta)
-Tónlist= Fyrir gólfæfingar þarf að stjórna tónlist (þurfum 1 í hvern hluta)
-Tölvur= Sjá um að setja inn einkunnir í sérstakt exelskjal, fara vel yfir í lokin hvort allt sé rétt fyrir verðlaunaafhendingu..... (þurfum 2 í hvern hluta)
-Aðstoðamaður tölvu= Sér um að lesa upp einkunnir fyrir þann sem pikkar inní tölvuna (þurfum 2 í hvern hluta)
-Kynnir= Sér um að halda stemmingunni í salnum og lesa upp nöfn og félag þeirra sem eru að keppa á gólfi, eins sér hann um að lesa upp verðlaunaafhendinguna....
Vaktir í Glerárskóla byrja kl 17 á föstudeginum og líkur þegar búið er að ganga frá eftir síðasta mann....
-Glerárskóli dagvakt= Sér um að allt gangi vel fyrir sig í húsinu...séu sýnileg og sjá til að auðvelt sé fyrir liðin að komast í moppur og wc pappir og annað tilfallandi....(Foreldrahlutverk)
-Glerárskóli næturvakt= Sér um að læsa húsinu fyrir nóttina og að allt sé í lagi....fær herbergi til að leggja sig í yfir nóttina...liðin fá upplýsingar um hvar hægt sé að ná í næturvörð ef eitthvað kemur uppá um nóttina....annars á næturvörður bara að geta sofið eins og hinir.... um 06 leytið setur næturvakt yfir hafragraut fyrir morgunmatsvaktina. (Foreldrahlutverk)
-Glerárskóli Morgunmatur Laugardagur= Mætir kl 06. til 11 á laugardagmorgni og sér um að nóg sé til á morgunverðarhlaðborði.....verður betur útskýrt síðar (þurfum 8 manns)
-Glerárskóli Morgunmatur Sunnudagur= Mætir kl 06. til 11 á sunnudagsmorgni og sér um að nóg sé til á morgunverðarhlaðborði.....verður betur útskýrt síðar (þurfum 8 manns)
-Glerárskóli Kvöldmatur= Hér eru tímarnir ekki komnir á hreint....þarf að aðstoða við að taka á móti mat, koma matnum til liðanna og ganga frá (þurfum 8 manns)
-Glerárskóli Kvöldmatur= Hér eru tímarnir ekki komnir á hreint....þarf að aðstoða við að taka á móti mat, koma matnum til liðanna og ganga frá (þurfum 8 manns)
-Frágangur á Sunnudegi= Við þurfum að fara yfir að liðin hafi gengið rétt frá stofunum sem þau gistu í....eins þurfum við að sjá um að moppa ganga og þrífa baðherbergin.....(5-8 manns) erum enga stund að þessu.....
Kveðja frá Stjórn, Mótanefnd og Foreldrafélagi.....