Sælir foreldrar/forráðamenn iðkenda FIMAK
Eins og fram kom í pósti til ykkar um daginn fékk FIMAK úthlutað tveimur fimleikamótum á þessum vetri. Nú er að koma að því fyrra, það verður helgina 31. okt. - 2. nóv. nk. Þá verður keppt í 4. og 5. þrepi stúlkna og drengja í áhaldafimleikum.
Til að geta haldið mótið þurfum við að manna rúmlega 170 störf. Við vonum að þú sjáir þér fært að taka þátt í þeirri vinnu. Í tengli í póstinum er skráningarskjal þar sem hægt er að velja úr þeim störfum sem eru í boði. Það eina sem þú þarft að gera er að smella á tengilinn (þú gætir þurft að bíða í 3-5 sek), skrá þig í það starf sem þú vilt og loka skjalinu aftur. Ekki þarf að vista. Við biðjum þig um að skrá nafn, símanúmer og email ásamt upphafsstöfum barns þíns og þess hóps sem barnið er í. Því fyrr sem þú skráir þig, því fleiri störfum getur þú valið úr. Athugið að ekki virðist vera hægt að skrá sig í gegnum síma og ipadda.
Þau störf sem eru í boði eru:
• Gæsla í Giljaskóla þar sem liðin gista, vaktir þar í kringum kvöldmat og morgunmat og þrif á
sunnudaginn.
• Uppsetning í fimleikasal á föstudaginn og frágangur á sunnudaginn.
• Ýmis störf í sal á meðan á móti stendur. Ritarar sem skrá einkunnir dómara, línuverðir á gólfi
og tímaverðir.
• Miðasala og sjoppuvaktir.
• Læknir.
Þeir sem taka þátt í vinnu á mótinu fá umbun í formi lækkunar á félagsgjöldum eftir áramót. Hver upphæðin verður er ekki hægt að segja til um því hún veltur alfarið á innkomu vegna gistingar liðanna utan af landi.
Hér er hægt að skrá sig á vaktir
Við vonumst til að sjá ykkur sem flest
Með bestu kveðju mótanefnd FIMAK