Stjórn fimleikafélagsins fékk fregnir af því að Guðmundur væri að koma í heimsókn norður og ætlaði að kíkja á æfingu og ákvað af því tilefni að veita smá óvænta viðurkenningu. Guðmundur Kári æfði hjá FIMAK síðasta vetur og fór ásamt fleirum á úrtaksæfingar fyrir sunnan til að reyna að komast í landslið unglinga sem var á leiðinni til Slóveníu að keppa í Evrópumóti. Í 17 manna hóp komust tveir iðkendur FIMAK þau Guðmundur og Embla Dögg og hann komst svo í 12 manna lið og fór fyrir Íslands hönd til Slóveníu í október síðastliðnum. Guðmundur flutti svo suður í haust og hóf að æfa með Stjörnunni. Þar sem Guðmundur og Embla Dögg voru saman komin í húsinu á ný mætti stjórn FIMAK og veitti þeim smá viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur og fyrir að vera flottar fyrirmyndir annarra iðkenda. Til hamingju bæði tvö
Stjórn FIMAK