Akureyrarbær hefur nú farið fram á að það við íþróttafélög innan ÍBA að taka upp Nori kerfið til að fólk geti innleyst tómstundaávísanir sem bærinn veitir öllum börnum 6-13 ára. Nori er greiðslukerfi í eigu Greiðslumiðlunar og hér er FIMAK greiðslusíðan: https://fimak.felog.is/
Athugið að allir iðkendur FIMAK verða að ganga frá skráningu og greiðslu æfingagjalda í gegnum þessa síðu fyrir 2.október 2014 til að staðfesta þátttöku í starfinu og halda plássi í hóp. Síðan er einföld í uppsetningu og notkun og gefur fólki meiri valkosti en FIMAK hefur áður getað boðið uppá. Hægt er að velja um að skipta greiðslum á greiðsluseðla eða kreditkort (VÍSA og Mastercard) og hægt er að skipta greiðslunum á allt að 3 greiðslur fyrir önnina. Jafnframt er fólki gert kleypt að innleysa tómstundaávísunina í gegnum kerfið með því að haka á viðkomandi stað. Við höfum sett saman leiðbeiningar fyrir notendur vefsins og eru þær hér: Leiðbeiningar
Ef fólk ætlar að nýta tómstundaávísanir Akureyrarbæjar verður að muna að haka í það á viðkomandi stað á greiðslusíðunni. Ekki er hægt að leiðrétta eftirá og er íþróttafélögum bannað að endurgreiða þann pening skv. reglum bæjarins. Ef fólk er með tómstundaávísanir frá öðrum sveitarfélögum verður að hafa samband við skrifstofu ÁÐUR en gengið er frá greiðslu.
Við viljum vekja athygli á því að kostnaður fyrir hvern greiðsluseðil er kr. 390,- sem er greiðslu og þjónustugjald innheimt af Greiðslumiðlun. FIMAK leggur þetta gjald ekki á og fær ekkert af því í sínar hendur.
Jafnframt verða starfsfmenn og stjórnarfólk FIMAK fólki til aðstoðar við að ganga frá skráningu iðkenda í íþróttamiðstöðinni við Giljaskóla á eftirfarandi tímum:
Fimmtudagurinn 25.september kl. 16.30-18.30
Laugardagurinn 27.september kl. 09.30-11.30
Mánudaginn 29.september kl. 16.30-18.30
Kjósi fólk að staðgreiða með peningum eða debetkorti verður fólk að koma á skrifstofu félagsins og ganga þar frá æfingagjöldum.
Að lokum þá viljum við benda á að FIMAK endurgreiðir ekki æfingagjöld nema þá að um langvarandi veikindi eða slys á barni sé um að ræða. Allar slíkar beiðnir þurfa að berast skrifstofu á skrifstofa@fimak.is.