Góður árangur Fimak-stúlkna á Íslandsmóti í Þrepum


Í 4. þrepi náði ein stúlka lágmarki frá Akureyri af þeim 14 stúlkum sem náðu þátttökurétti á mótinu en það var hún Evíta A Möller Friðbjörnsdóttir sem varð í 10. sæti.  Ef rýnt er í árangur hennar á eintökum áhöldum náði hún 5. besta árangrinum mótinu á gólfæfingum og 6. besta árangri í stökki.  Hennar árangur verður því að teljast mjög góður.

Í 5. þrepi voru 6 stúlkur af 16 sem komust á mótið frá Akureyri en það voru þær Guðrún Jóna Þrastardóttir sem lenti í 5. sæti, Sunneva Sif Jónsdóttir sem var í 7. sæti, Harpa Lind Þrastardóttir í 8. sæti, Margrét Jóhannsdóttir í 10. sæti, Heiða Hansdóttir í 11. sæti og Auður Kristín Pétursdóttir sem var í 12. sæti.

Árangur stúlknanna í einstökum áhöldum var mjög góður.  Sem dæmi þá náði Guðrún Jóna öðrum besta árangri á mótinu í stökki og Margrét þeim þriðja besta.  Miklir stökkmeistarar á ferð þar. Guðrún Jóna var einnig með 4. besta árangur mótsins á jafnvægisslá og í gólfæfingum.

Árangur stúlkanna í gólfæfingum er sérstaklega eftirtektarverður því aðstaða til gólfæfinga er óviðunandi hér á Akureyri þar sem stúlkurnar hafa hvorki fulla stærð á gólfi né það sérstaka undirlag sem notað er í fullbúnum fimleikahúsum.

Til hamingju Florin og Mierla !
Þjálfarar stúlknanna í 4. og 5. þrepi eru þau hjónin Mirela og Florin Páun.  Eiga þau hrós skilið fyrir þann mikla árangur sem náðst hefur í vetur hjá 4. og 5. þrepi stúlkna.

Smella hér til að skoða myndir frá keppninni. Fleiri myndir væntanlegar.

Fleiri myndir hér.