FSÍ frestar haustmótinu á Akureyri um helgina vegna veðurs

Stjórn Fimleikasambandsins hefur ákveðið að fresta haustmóti áhalda II um óákveðin tíma vegna veðurs.  Við höfum rætt við Veðurstofuna, Vegagerðina og rútufyrirtæki til að fá álit fagaðila og er það samdóma álit allra að ekkert ferðaveður er á morgun föstudag, en eins og sagt er á vef veðurstofu Íslands "Norðanillviðri á landinu fram á laugardagskvöld, en fer síðan batnandi".   
Stefnt er að því að halda mótið seinna í nóvember en nánari dagsetning kemur vonandi í næstu viku.  Við vonum að allir sýni þessu skilning.


Virðingarfyllst,

Helgi Jóhannesson

Framkvæmdastjóri FSÍ