Frístundastyrkur árið 2017 krónur 20.000

 

Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 samþykkti íþróttaráð að hækka frístundastyrk til niðurgreiðslu á æfinga- og þáttökugjöldum barna og unglinga í bænum. Var ákveðið að hækka styrkinn úr 16.000 kr. í 20.000 kr. frá og með 1. janúar 2017. Styrkurinn gildir fyrir börn á aldrinum 6-17 ára.

Frá árinu 2006 hefur Akureyrarbær veitt styrk til allra barna og unglinga á Akureyri til niðurgreiðslu þátttökugjalda hjá íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsfélögum á Akureyri. Styrkurinn tekur gildi árið sem barnið verður 6 ára og fellur úr gildi árið sem unglingurinn verður 18 ára.

Til að nota frístundastyrkinn þarf að haka við í viðeignadi reit þegar gengið er frá greiðslu æfingargjalda. Styrkurinn gildir frá 1.janúar til og með 31. desember ár hvert.