Frábær umfjöllun um Fimleikafélag Akureyrar í sportblaðinu.

Fyrir nokkrum vikum hafði blaðmaður á vegum sportblaðsins samband við undirritaðan og óskaði frétta af fimleikum á Akureyri.

Þar sem ég er nýr í stjórn og fimleikar hafa ekki verið stór þáttur í lífi mínu fyrr en dætur mínar fóru að stunda fimleika fyrir nokkrum árum, það er að segja að ég taldi að ég hefði ekki burði til að segja frá nægjanlega miklu úr starfinu.

Þótti mér því best að vísa blaðamanni á einhvern sem hefði lifa og hrærst í þessu lengi. Ég vísaði því á Erlu Ormarsdóttur og eftir lestur greinarinnar þá var það vel valið. Erla dregur ekkert undan í að lofsama félagið og hvers við verðum megnug þegar nýtt húsnæði verður tekið í notkun 2008.

Hún segir einngi sína forsögu úr fimleikum og hversu gefandi fimleikar eru í leik og starfi.

Ekki ætla ég að hafa neitt eftir hér úr greininni en bendi hverjum sem vill lesa meira um okkur í sportblaðinu að nálgast það. Ef vel lukkast þá vonumst við til að geta birt greinina hér á vefnum með góðfúslegu leyfi Sportblaðsins og Erlu.

Með nýja húsið og þá sem vilja berja hugmyndir að því augum bendi ég á að fara í listan hér til vinstri og velja skrár og nýja húsið þar er að finna uppdrætti af því.

Kveðja

Friðbjörn B. Möller