Föstudaginn 6. júlí, kl 19:00, verður fimleikasýning hjá FIMAK. Það eru allir velkomnir, enginn aðgangseyrir er að sýningunni. Fimleikahópurinn GYS 87 frá Danmörku verður með sýninguna sem tekur um 30 mínútur. Hópurinn samanstendur af eldra fimleikafólki sem ætlar að ferðast hringinn í kringum landið og sýna fimleika ásamt því að skoða landið okkar.
Þessi hópur hefur ferðast um heiminn undanfarin 25 ár og sýnt í öllum heimsálfum. Hann hefur tekið þátt á örgum fimleikahátíðum, m.a. Gymnaströdu sem er alþjóðleg fimleikahátíð. Hópurinn var stofnaður eftir Gymnaströdu sem haldin var 1987 og tekur nafn sitt eftir því GYS 87.
Þeir sem hafa séð sýningar þeirra erlendis geta staðfest að hingað til hefur hópurinn komið á óvart með skemmtilegri sýningu þar sem ekkert er gefið eftir og því hvetjum við alla til þess að láta ekki þennan viðburð fram hjá sér fara.
Hlökkum til að sjá ykkur
Stjórn og framkvæmdastjóri FIMAK