Fimleikar yngstu iðkenda FA 9. des

Jólasveinn mætti á svæði og lék listir sýnar með krökkunum, hann mætti mæta oftar til að verða jafn góður og krakkarni í fimleikum.

Kannski það væri ráð að Grýla, Leppalúði og Jólasveinarnir mættu í fimleika til að bæta heilsuna. Að lokum gaf jólasveinninn krökkunum gjafir. FA þakkar Sparisjóði Norðlendinga og Nettó fyrir gjafirnar. Ármann Ketilsson þjálfari krakkana minntist á húsnæðismál Fimleikafélags Akureyrar og þá staðreynd að það er komið hnútur á þau mál. Pólitíkin kynnti til sögunar sameiginlegt íþróttamannvirki við Giljaskóla, þar átti að slá tvær flugur í einu höggi og byggja íþróttahús við skólann og sal fyrir fimleikana allt undir sama þaki. Það er nú ljóst að þessi hugmynd kemur til með að kosta 750 til 1000 milljónir, sem sagt of dýr. Nú er farið að horfa til baka með það að byggja við íþróttahús Glerárskóla. Svona er þetta búið að ganga í að verða 10 ár og nú er komið nóg. Það má vera ljósta eftir þær sýningar sem félagið hefur haldið undanfarið að þörf fyrir bætta aðstöðu fyrir félagið er löngu tímabær.Stjórn FA getur aðeins gengi svo langt í því að sannfæra yfirvöld um þörfina á bættri aðstöðu, nú vantar okkur hjálp og það ekki af minni gerðinni. Okkur vantar aðstoð foreldra og velunnara FA til að þrýsta á bæjaryfirvöld. Hér á eftir er að finna netföng allra bæjarfulltrúa á Akureyri og einnig netfang hjá formanni ÍRA (íþróttaráð Akureyrar). Stjórn FA hvetur alla foreldra og velunnara félagsins til að senda fyrirspurn á þessa aðila um framtíð Fimleikafélags Akureyrar og hvað gera eigi í húsnæðismálum félagsins. Vinsamlegast gerið það á kurteisum og vinsamlegum nótum, þau eru öll sammála því að eitthvað þurfi að gera fyrir félagið og það ávinnur ekkert að senda inn skammir eða vera á neikvæðum nótum. Nauðsinlegt er að senda þetta fyrir 15. des. því þá lokast umræðan um fjárhagsáætlun Akureyrar. Einnig óskum við eftir því að félagið fái cc. á fimak@fimak.is svo hægt sé að halda utanum það hversu margir senda fyrirspurn á bæjarfulltrúana. Þessi aðferð ætti svo sannanlega að vekja þá til umhugsunar gefið að það séu nógu margir sem senda inn fyrirspurn. 

Netföng bæjarfulltrúa og formanns (ÍRA) 

Baldvin Halldór Sigurðsson  baldvin@akureyri.is

Elín Margrét Hallgrímsdóttir  elinh@akureyri.is eða emh@unak.is

Helena Þuríður Karlsdóttir helenak@akureyri.is

Hermann Jón Tómasson hermann@akureyri.is

Hjalti Jón Sveinsson hjaltijon@akureyri.is

Jóhannes Gunnar Bjarnason joigb@akureyri.is

Kristín Sigfúsdóttir krissi@akureyri.is

Kristján Þór Júlíusson kjul@akureyri.is

Oddur Helgi Halldórsson  oddurhelgi@akureyri.is

Sigrún Björk Jakobsdóttir sigrun@akureyri.is

Sigrún Stefánsdóttir sigrunst@akureyri.is eða sigrunstef@simnet.is

Ólafur Jónsson formaður (ÍRA) olafur@bustolpi.is