Fimleikafréttir í maí 2006.

 

Starfið í vetur hefur verið blómlegt og er gaman að geta þess að í apríl héldum við Akureyrarmót í fimleikum og Akureyrarfjör þar sem við fengum Fimleikafélögin Björk og Gerplu í heimsókn. Keppendur sem hafa tekið þátt í mótum Fimleikasambands Íslands hafa staðið sig vel og verið sjálfum sér og félagi sínu til sóma.

Á aðalfundi FA sem haldinn var í mars urðu stjórnarskipti. Allar upplýsingar um stjórnarmeðlimi eru á nýju heimasíðunni okkar www.fimak.is

Þar má líka finna fréttir og myndir frá mótunum í apríl.

 

Iðkendur hafa verið rúmlega þrjú hundruð í vetur.

Til þess að auðvelda okkur skipulagninguna viljum við biðja þá sem eru ákveðnir í því að halda áfram um að skila inn staðfestingu til okkar. (Hægt er að skila til þjálfara,eða í kassa í afgreiðslu Íþróttahúss Glsk. ).

Vetrarstarf næsta vetrar mun svo hefjast um svipað leyti og skólarnir hefjast. Auglýst verður í Dagskránni í miðjum ágúst hvernig því verður háttað.

Veitingasala verður á vorsýningunni og eins minnum við á að hægt verður að leggja inn á söfnunarreikning félagsins í Endurvinnslunni í allt sumar. Munið að taka það fram við komu að þið ætlið að leggja inn á reikning Fimleikafélagsins.

 

Við þökkum ykkur samstarfið í vetur og óskum öllum gleðilegs sumars!

Með kveðju,

stjórn og þjálfarar