FIMAK átti 4 keppendur á haustmóti FSÍ um helgina sem fram fór í Gerplu. Þeir stóðu sig allir frábærlega vel og erum við stolt af strákunum.
Sólon Sverrisson (unglingaflokkur) keppti í fjölþraut og tók þar 2.sæti. Hann hlaut brons á gólfi, gull í hringum og gull í stökki.
Patrekur Páll Pétursson (3.þrep) keppti í fjölþraut og tók þar 2.sæti. Hann hlaut silfur á gólfi, brons á boghesti, gull í hringum og gull á svifrá.
Jóel Orri Jóhannesson (3.þrep) fékk silfur í stökki.
Mikael Máni Jensson (3.þrep) fékk gull átvíslá.
Stórglæislegt hjá þeim og óskum við þeim innilega til hamingju með þessa frábæru frammistöðu, áfram FIMAK!