FIM-leikjaskóli FIMAK sumarið 2023 lauk í dag eftir frábærar 4 vikur sem einkenndust af brosandi glæsilegum 45 skoppandi glöðum krökkum.
Alls voru þetta 4 námskeið sem stóðu yfir í viku í senn frá klukkan 08:15-14:00 alla virka daga. Námskeiðin gengu ótrúlega vel fyrir sig þökk sé góðu skipulagi Alexöndru sem var með yfirumsjón yfir leikjaskólanum og frábærum stelpum frá vinnuskóla Akureyrarbæjar sem stóðu sig frábærlega. Krakkarnir sem sóttu námskeiðin hjá okkur voru alveg hreint frábærir og til fyrirmyndar.
Við hjá FIMAK þökkum öll kærlega fyrir og vonumst til að sjá alla þessa flottu og hressu krakka á æfingu hjá okkur í vetur.