Keppnisferð til Egilsstaða 11. - 12. maí 2012
Kæru Foreldrar og keppendur,
Hér kemur ferðatilhögunin fyrir Egilsstaðaferðina.
Mæting við íþróttamiðstöð Giljaskóla kl. 16:00 á föstudaginn.
Ferðin tekur ca. 3 klst. Þannig að gott er að hafa smá hollt og gott nesti með sér í rútuna. Annars komum við beint í kvöldmat þegar við komum á Egilsstaði.
Gist verður í Menntaskólanum eða Grunnskólanum, þannig að allir þurfa að hafa dýnur og sængur/svefnpoka með sér.
Gjaldið er kr. 11.000 fyrir ferðina og inn í því er rúta, gisting allur matur (2x kvöldmatur, morgunmatur og hádegismatur) og ávextir allan laugardaginn, mótsgjald og sund. Erla sendir kröfuna í heimabankann til ykkar :)
Við viljum benda krökkunum á að hafa með sér merkta vatnsbrúsa, það er gott að hafa drykk við hendina yfir daginn ;)
Þar sem I-1 og mix hópurinn eru ekki búin að keppa fyrr en um kl. 20:00 á laugardagskvöldinu,
höfum við ákveðið að leyfa krökkunum að vera á kvöldvökunni, og leggja af stað strax eftir hana.
Það munar ekki nema einum og hálfum tíma hvort við sleppum henni eða ekki og það er mikill spenningur fyrir kvöldvökunni enda mun Blár Ópall sjá um að skemmta lýðnum ;)
Það þýðir að lagt verður af stað heim um kl. 23:15 og ferðin tekur um 3 klst. Þannig að áætluð heimkoma er um kl. 2:30 – 3:00. Gott að hafa sunnudaginn til að jafna sig.
Fararstjórar eru:
Hólmfríður Jóhannsd. (Hrafnkatla) s. 868-0738
Helena (Silvía Sif) s. 857-5701
Þorbjörn (Birta) s. 862-6650
Geiri
Ekki hika við að hringja og hafa samband ef eitthvað er :)
Kveðja
Fararstjórar