Nú á dögunum var ákveðið að farin yrði æfinga og skemmtiferð til Ítalíu með keppniskrakka FIMAK fædda árið 2000 og eldri. Að þessari ferð standa Florin Yfirþjálfari, Ólöf þjálfari og Guðrún Vaka foreldri. Stefnt er á að fara út með krakkana í byrjun júní á næsta ári og er fjáröflun nú þegar komin á fullt.Fyrir utan sameiginlega fjáröflun, er reiknað með að krakkarnir safni fyrir ¼ af ferðinni sjálf.Þessi ferð er tilraunaverkefni, og því voru ákveðnar takmarkanir gerðar við skipulagningu hennar. Til dæmis var ákveðið að aldurstakmarkið yrði 12 ár og að eingöngu væri miðað við að þeir krakkar sem keppt hefðu á FSÍ mótum fengju að fara.
Vonandi gengur ferðin vel og að farnar verði fleiri ferðir í framtíðinni.
Bestu kveðjur, Florin, Ólöf og Guðrún Vaka