Erla Ormarsdóttir ráðin framkvæmdastjóri FIMAK

Stjórn FIMAK hefur ráðið Erlu Ormarsdóttur til starfa sem framkvæmdastjóra félagsins frá og með 1. mars næstkomandi, og kemur hún til með að sjá um daglegan rekstur þess. Erla sem er 28 ára gömul, er félaginu að góðu kunn, en hún starfaði sem yfirþjálfari FIMAK veturinn 2003-2004 og aðstoðaryfirþjálfari árin 2005-2007. Einnig vann hún á skrifstofu félagsins á árunum 2005-2007.

Erla útskrifast í vor úr Viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri með markaðsfræði og stjórnun sem aðaláherlsu.

Erla hefur sótt mörg námskeið hjá Íþróttasambandi Íslands og Fimleikasambandi Íslands og hefur m.a. lokið námskeiðum 1a,1b,1c og 2a í almennahluta ÍSÍ og 1a,1b,1c og 2a í sérgreinahluta FSÍ. Haustið 2011 kláraði hún toppþjálfaranámskið i hópfimleikum, 2c á vegum FSÍ.  Hún er með B-dómararéttindi í áhaldafimleikum. Einnig hefur hún lokið CAE prófi frá Bretlandi.