Samþykkt á formannafundi ÍBA

Á formannafundi IBA sem formaður og framkvæmdastjóri FIMAK sátu í gær, miðvikudaginn 10. febrúar, var eftirfarandi samþykkt samhljóða

Formannafundur ÍBA, haldinn í Íþróttahöllinni á Akureyri 10. febrúar 2016, fagnar þeirri ákvörðun að bæta íþróttafræði við kjörsvið kennaranáms Háskólans á Akureyri.

Akureyrarbær rekur metnaðarfulla íþróttastefnu og íþróttamannvirkin eru mörg og fjölbreytt.  Á Akureyri eru iðkaðar nánast allar íþróttir sem stundaðar eru á Íslandi og íþróttafræðinám á háskólastigi fellur því vel að innviðum bæjarins og mun efla enn frekar hið öfluga íþróttastarf sem fram fer í bænum.

Jafnframt mun íþróttafræðinám við Háskólann á Akureyri efla og styrkja íþrótta- og lýðheilsubraut Verkmenntaskólans á Akureyri.

Samþykkt samhljóða