Vormót hópfimleika á Selfossi helgina 10.-12. maí

IT1 í þriðja sæti á vormóti
IT1 í þriðja sæti á vormóti

Helgina 10.-12. maí síðastliðinn fór FIMAK með 60 krakka á vormót í hópfimleikum á Selfoss.

Vormótið er síðasta mótið á tímabilinu og eru deildameistarar krýndir í hverjum flokki fyrir sig. Þann titil fær það lið sem nær bestum samanlögðum árangri á þremur FSÍ mótum vetrarins.

Veturinn hefur verið nokkuð strembinn í hópfimleikunum. Keppnisreglunum var kollvarpað síðasta sumar og var aðlögunar tíminn mjög stuttur. Þrátt fyrir þessar miklu og strembnu breitingar þó stóðu keppendur FIMAK sig mjög vel á mótinu.

Það var virkilega gaman að taka þátt í þessu flotta móti sem Selfoss hélt, keppnedur vorum um 750 og á laugardagskvöldinu var haldið sundlaugapartý með lifandi tónlist, öllum til mikillar gleði.

Á föstudeginum voru fyrstar til leiks stelpurnar í IT4-1 en þar eru á ferðinni yngstu stelpurnar okkar 9 og 10 ára, þær gerðu sér lítið fyrir og lentu í 8. Sæti með 25.467 stig. Þetta var jafnframt fyrsta FSÍ mót hjá hluta liðsins.

Jafnframt var eina strákaliðið okkar, IT-2D,  að keppa í 2 flokki á sama tíma og 4 flokkurinn keppti. Við erum virkilega stolt af að eiga strákalið í hópfimleikum og vonum að sá hópur komi til með að stækka á komandi árum, þeir stóðu sig vel og lentu í fjórða sæti.

IT-1 byrjaði keppnina á laugardeginum þar sem bæði var keppt um deildarmeistara- og Íslandsmeistara titil. Okkar stelpur gerðu sér lítið fyrir og lentu í 3 sæti, með 39.000 stig sem er stórkostlegur árangur og mikil hvattning fyrir þennan flotta hóp.

IT-OP keppti sem FIMAK B og IT-2 keppti sem FIMAK A í örðrum flokki kvenna. FIMAK B varð í 13 sæti með 32.133 og FIMAK A varð í 6 sæti 38.967 stig. 2. flokknum hefur mikið farið fram í vetur og verður spennandi að fylgjast með þeim næsta vetur.

Á sunnudeginum kláraði svo IT-3-1 mótið með glæsibrag og urðu í 7 sæti með 31.223 stig í þriðja flokknum.

Frekari úrslit má finna hér.