FIMAK tilkynnir breytt fyrirkomulag á áhorfsviku. Frá og með haustönn 2023 mun vera haldin ein áhorfsvika um miðbik annar. Þá er foreldrum/forráðamönnum,systkinum, ömmum og öfum velkomið að sitja inn í sal á meðan á æfingu stendur og fylgjast með. Fyrir utan þessa einu áhorfsviku biðjum við alla að bíða frammi í anddyri hússins. Ef af einhverjum ástæðum þið komist ekki umrædda viku, þá talið endilega við þjálfara hópsins um að fá að vera inni utan þess tíma sem auglýstur hefur verið. Þeir sem koma með lítil börn inn í fimleikasalinn á meðan æfingar standa yfir þurfa að passa vel upp á. Að börn séu EKKI inn á æfingasvæðinu eða fimleikaáhöldum, það getur skapað hættu. Einbeiting og hraði iðkenda er mikill í hlaupum og stökkvum og því getur skapast mikil hætta ef barn verður fyrir eða truflar iðkendur.
Áhorfsvikan mun vera auglýst á heimasíðu FIMAK og facebooksíðu. Einnig munu allir fá skilboð á Sportabler með dagsetningu.
Fyrirfram þakkir,
Stjórn FIMAK