Um síðastliðna helgi fór hópur af krökkum frá FIMAK á bikarmót FSÍ í stökkfimi sem haldið var af Fimleikadeild Gróttu á Seltjarnarnesinu.
Í A-deild 15-16 ára kk urðu okkar drengir í 1.sæti og þar með bikarmeistarar, keppnin var mjög hörð þó einungis væru tvö lið að keppa, munurinn á liðunum þegar upp var staðið var einungis 0,325 stig. Lið FIMAK skipuðu þeir Davíð Steinn Birgisson, Friðrik Steingrímsson, Gunnar Skírnir Brynjólfsson, Patrekur Jamie Plaza og Sæmundur Brynjólfsson, þjálfarar þeirra eru þau Stefán Þór Friðriksson og Karen Hrönn Vatnsdal. Innilega til hamingju með tiltilinn strákar.
í B-deild 13-14 ára kvk kepptu tvö lið frá FIMAK, annað liðin varð í 2.sæti en liðið skipuðu þær Berglind Ýr Guðmundsdóttir, Ína Mist Heiðarsdóttir, Kristín Ásmundsdóttir og Lovísa Þórey Stefánsdóttir. Hitt liðið okkar lenti í 7. sæti og liðið skipuðu þær Andrea Þorvaldsdóttir, Eva Súper, Hildur Dagný Guðmundsdóttir, Molly Carol Birna Mitchell og Sunneva Nótt Heiðarsdóttir . Þjálfarar þeirra eru þær Elfa Dögg Finnsdóttir og Díana Marín Sigurgeirsdóttir.
Í A-deild 17 ára og eldri kvk, áttum við eitt lið sem lenti í 4. sæti, liðið skipuðu þær Elín Brá Friðriksdóttir, Katla Þöll Þórleifsdóttir, María Björg Ingvarsdóttir og Ragnheiður Pétursdóttir. Jafnframt átti FIMAK lið í B-deild 15-16 ára sem lenti í 10 sæti á mótinu. Liðið skipuðu þær Alma Rún Guðfinnsdóttir, Berglind Halla Þórðardóttir og Bergrún Bjarnadóttir. Þjálfarar þeirra eru einnig Stefán og Karen Hrönn.
Úrslit frá mótinu má skoða hér: http://grottasport.is/fimleikadeild/118787-bikarmot-fsi-i-stoekkfimi-urslit.html