Helgina 24.-26. febrúar fer fram Bikarmót FSÍ í áhaldafimleikum. Mótið er haldið í Versölum og mótshaldari er Gerpla. Fimak sendir 2 lið keppni í 4. og 5. þrepi stúlkna ásamt því að eiga 5 gestakeppendur sem hafa áunnið sér rétt til keppni sem gestir. Jón Smári Hansson keppir sem gestur í 3. þrepi drengja, Kolfinna Frigg Sigurðardóttir og Harpa Lind Þrastardóttir keppa sem gestir í 3. þrepi stúlkna, Ögri Harðarson keppir sem gestur í 4. þrepi drengja og Breki Harðarson keppir sem gestur í 5. þrepi drengja.
Skipulag mótsins eru hér.
Okkar keppendur stóðu sig frábærlega á mótinu og mörg að slá sín persónuleg met en þau náðu þó ekki verðlaunasæti. Við erum afar stolt af þeim öllum.
Stelpurnar í 4. þrepi enduðu í 5. sæti og stelpurnar í 5. þrepi í 9. sæti.
Úrslit úr 3. þrepi bæði drengja og stúlkna er að finna á Gerplu síðunni
Stjórn FIMAK