Um helgina hélt fjölmennur hópur á Bikarmót í áhaldafimleikum í 4. og 5. þrepi sem haldið var í á höfuðborgarsvæðinu. Stelpna hlutinn fór fram hjá Stjörnunni en stráka hlutinn hjá Ármanni. Hópurinn fékk góðan styrk til fararinnar þar sem G.Hjálmarsson gaf þeim allar mjólkarvörur í ferðina og Axels bakarí gaf allt brauð. Góðir styrkir það. FIMAK átti 4 lið á mótinu bæði í stúlkna- og drengjaflokki og einnig kepptu nokkrir gestir frá okkur. Krakkarnir náðu frábærum árangri á mótinu þar sem lið 5. þreps drengja varð í 2 sæti og öll stúlknaliðin hrepptu 3. sætið þ.e. 5 þrepi A, 4 þrep A og 4 þrep B.