Foreldrar nokkurra iðkenda sögðu einnig að svörin hefðu verið “einsleit og illa rökstudd”. Og þarna á spakmælið “betur má ef duga skal” við um okkar kjörnu fulltrúa, því skýrari svara er þörf af þeirra hálfu um FA. Undirritaður tímasettur samningur um úrbætur fyrir félagið er það eina sem við getum sæst á að svo stöddu. Það er komið nóg af loforðum, vinnuhópum og verkefnaliðum. Nú skal láta verkin tala og efna þau loforð sem félaginu hafa verið gefin. 15 ár eru horfinn í þetta verkefni, á þeim tíma hafa 3,7 bæjastjórnir enn ekki haft bolmagn til að taka endanleg ákvörðun hvað varðar málefni félagsins.
Og sem dæmi má nefna:
Að það tók innan við ár að selja hlut okkar Akureyringa í Landsvirkjun, sem verður þó að teljast þokkalegur biti sem vanda hefur þurft til hvað varðar ákvörðunartöku.
Að það tók tæplega þrjú ár að gera verksamning, standa í hönnunarsamkeppni og hefja byggingu á menningarhúsi.
Að það hefur aðeins tekið þrjú ár að byggja stærstu stíflu í Evrópu (Kárahnjúkastíflu).
Hvers vegna í ósköpunum tekur það svona langan tíma að reyna að byggja fimleikahús á Akureyri? Jú, bæjaryfirvöld telja verkið of dýrt, þeim fullyrðingum er stjórn FA ósammála og það eru líka allir þeir verktakar sem rætt hefur verið við. Eftirfarandi var sent á alla bæjarfulltrúa á Akureyrir (smellið hér til að sækja skjalið) engin svör hafa borist félaginu frá bæjarfulltrúum í dag kl. 23:43 þann 19.12.2006.
Nú er komið nóg, þolinmæði foreldra, iðkenda, þjálfara og stjórnar FA er þrotinn, og að lokum segi ég aftur við bæjaryfirvöld “ betur má ef duga skal”.
Loforð skulu standa.
Takk fyrir
Formaður FA