ATVINNA

Laust er til umsóknar 50% starf hjá Fimleikafélagi Akureyrar (FIMAK).  Vinnutíminn er eftir hádegi virka daga. FIMAK er eitt af þremur stærstu íþróttafélögum Akureyrar sem og þriðja stærsta fimleikafélag landsins. Um er að ræða skemmtilegt og fjölbreytt starf sem kemur að öllu því sem viðkemur fimleikastarfinu.  Starfsmaður mun heyra beint undir framkvæmdastjóra félagsins og vinna í nánu samstarfi við hann.

Helstu verkefni:

  • Almenn bókhaldsstörf
  • Samskipti við samstarfsfólk, foreldra og birgja
  • Utanumhald iðkendaskráningar og innheimta æfingargjalda
  • Símsvörun
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af bókhaldi skilyrði
  • Góð almenn tölvukunnátta nauðsynleg
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni
  • Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Erla Ormarsdóttir, framkvæmdastjóri FIMAK, virka daga milli
klukkan 10 og 12 í síma 848 7350 eða á netfangið erla@fimak.is.  Umsóknarfrestur er til og með
8. desember nk.  Umsókn óskast send á netfangið erla@fimak.is og henni þarf að fylgja ítarleg
starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og rökstuðningur
fyrir hæfni viðkomandi í starfið.