Árangur FIMAK á haustmótum FSÍ í áhaldafimleikum

Frábæru haustmóti í áhaldafimleikum lokið.  Mótið var haldið í tveim hlutum 4.-5. þrep var haldið hér fyrir norðan hjá FIMAK og síðari hluti mótsins Frjálsar, 1.-2. þrep var haldinn í Versölum hjá Gerplu.  FIMAK átti fjölda keppenda sem kepptu í 2.-5. þrepi bæði í drengja og stúlkna hluta.  Gefin voru verðlaun fyrir stök áhöld og samanlagt og fengu okkar iðkendur fjöldann allan af verðlaunum fyrir áhöld og samanlagðann árangur. Þennan glæsilega árangur má þakka stífum æfingum krakkana undir leiðsögn Florin Paun, Mirela Paun, Clara Paun, Mihaela Bogodoi, Jan Bogodoi og Rúnars Unnsteinssonar.

Fyrir samanlagðan árangur fengu eftirfarandi iðkendur verðlaun fyrir æfingar sínar:

5. þrep drengja 9 ára, Gísli Már Þórðarson 1. sæti og Logi Gautason 5. sæti.

5. þrep stúlkna 9 ára, Thelma Sól Gröndal 2. sæti og Hallfríður Anna Benediktsdóttir 3. sæti

4. þrep drengja 10 ara, Jóhann Gunnar Finnsson 1. sæti

4. þrep stúlkna 9 ára, Sólveig Alexandra Jónsdóttir 5. sæti

4. þrep stúlkna 10 ára, Hildur Heba Hermannsdóttir 5. sæti

4. þrep stúlkna 13 ára og eldri, Guðbjörg Heiða Stefándóttir 3. sæti

2. þrep drengja, Ögri Harðarson 3. sæti

 

Myndir