Árangur FIMAK á Haustmótum FSÍ 2011 og myndir

Ögri og Breki Harðarsynir
Ögri og Breki Harðarsynir

Síðustu þrjár helgar hafa farið fram hausmót FSÍ og var síðasti hlutinn haldinn hér á Akureyri þar sem rúmlega 300 keppendur  mættu til leiks. Áhaldafimleikamótinu var skipt í tvennt þar sem fyrri hlutinn var haldin í Hafnafirði hjá fimleikafélaginu Björk helgina 22.-23. Október.  Þar voru saman komnir allir fremstu fimleikamenn landsins þar sem keppt var í frjálsum aðferðum, 1. og 2. Þrepi kvenna og karla.  Fimleikafélag Akureyrar átti þar einn keppenda hana Guðrúnu Jónu Þrastardóttir.  Guðrún stóð sig frábærlega vel og hafnaði í 2. sæti bæði í stökki og á jafnvægisslá. Sjá nánari úrslit hér.

Helgina 5.-6. Nóvember var svo keppt hér á Akureyri í 3.-5. þrepi drengja og stúlkna.  34 keppendur tóku þátt í mótinu fyrir hönd Fimleikafélags Akureyrar.  Eins og FIMAK á vanda til þá fengum við allnokkra verðlaunapeninga í hús.  Fyrstan má nefna Jón Smára Hansson sem sigraði í samanlögðu í 3. þrepi 11 ára og yngri.  Jón lenti í 1. sæti á gólfi, stökki og tvíslá og í 2. sæti á bogahest og svifrá. Bræðurnir Ögri og Breki Harðarsynir sigðruðu einig sína flokka í samanlögðu, Ögri í 4. þrepi 11 ára og Breki í 5. þrepi 9-10 ára.  Ögri lenti í 1. sæti á gólfi, bogahesti, stökki og tvíslá, og 2. sæti í hringjum og á svifrá. Sævar Gylfason lenti í 3. sæti á gólfi í 4. þrepi 11 ára.  Breki lenti í 1. sæti á bogahest, hringjum, stökki og svifrá og í öðru sæti á gólfi og tvíslá.  Glæsilegur árangur hjá strákunum.

Hjá stelpunum í 3. þrepi 13 ára og eldri þá lenti Margrét Jóhannsdóttir í 1. sæti á gólfi og deildi hún síðan 3 sætinu í stökki með Hörpu Lind Þrastardótti sem hafnaði í 4. sæti samanlagt. þá var Auður Kristín Pétursdóttir í 3. sæti á tvíslá í sama flokki.   Í 4. þrepi 11 ára lenti Petra Reykjalín Helgadóttir í 1. sæti á stökki og Hilma Ösp Áskelsdóttir í 3. sæti einnig á stökki.  Rakel Sjöfn Stefánsdóttir lenti í 2. sæti á gólfi.  Í 4. þrepi 13 ára og eldri lenti Sigrún Harpa Baldursdóttir í 3. sæti samanlagt, þar af var 2. sæti fyrir stökk, 3. sæti fyrir tvíslá og 3. sæti fyrir jafnvægisslá.  Í sama flokki hafnaði Amanda Helga Elvarsdóttir í 1.sæti á stökki og 2. sæti á jafnvægisslá.  Skemmtilegt mót  og ekki skemma úrslitin fyrir þar sem krakkarnir okkar stóðu sig öll alveg frábærlega vel bæði í keppni og utan keppni. Sjá nánari úrslit hér.

Haustmót í hópfimleikum fór frá helgina 29.-30. október á Akranesi.  Fimeikafélag Akureyrar sendi 6 lið til keppni í landsreglum í 3. flokk, 4. flokk og 5. flokk.  Í 3. flokk lennti I1 hópurinn okkar í 3. sæti samanlagt, þar af 2. sæti fyrir dýnu.  Í 4. flokk kepptu bæði I2 og I3 þar sem I2 hafnaði í 4. sæti samanlagt og I3 í 8. sæti.  Af 13 liðum.  Í 5. flokki kepptu svo I4 og I5 þar sem I5 hafnaði í 4 sæti samanlagt og 1. sæti á trampólíni og I4 lenti í 10. sæti af 13 liðum.  Frábær árangur hjá krökkunum okkar.  Sjá nánari úrslit hér.

MYNDIR

Til hamingju með frábæran árangur.

Stjórn FIMAK