Sunnudaginn 12. apríl og helgina 18.-20. apríl fór fram innanfélagsmótið okkar Akureyrarfjör. Þar voru krýndir Akureyrarmeistarar fyrir líðandi vetur. Parkour mótið var haldið í samvinnu við AK-EXTREME sunnudaginn 12. apríl og þar var félögum að sunnan boðið að taka þátt. Grunnhópar kepptu á föstudeginum 18. apríl , stökkfimin og áhaldafimleikar drengja á laugardeginum 19. apríl og áhaldafimleikar stúlkna sunnudaginn 20. apríl. Keppendur voru um 400 talsins og voru allir leystir út með þátttökupening ásamt vekjaraklukku frá Landsbankanum sem er styrktaraðili mótsins. Í grunnhópum eru margir að stíga sín fyrstu skref í keppni í fimleikum og er mótið sett upp í sama stíl og mót sem haldin eru á vegum fimleikasambands Íslands. Þannig fá krakkarnir að kynnast því hvernig er að taka þátt á slíkum mótum.
Eftirfarandi urðu í fyrsta sæti í sínum flokkur:
Stökkfimi stúlkna:
Mix (8.-10. bekkur). 1. sæti Arna Sól Sævarsdóttir
Opin deild 14 ára og yngri Embla Dögg Sævarsdóttir
Opin deild 15 ára og eldri Auður Anna Jónasdóttir, AKUREYRARMEISTARI í opinni deild stúlkna
A-deild 10-12 ára. 1. sæti Berglind Líf Jóhanesdóttir
A-deild 13 ára og eldri. 1. sæti Birgitta Jóhannsdóttir, AKUREYRARMEISTARI í A-deild stúlkna
B-deild 9-10 ára 1. sæti Embla Sól Óðinsdóttir
B-deild 12-15 ára 1. sæti Alma Rún Guðfinnsdóttir, AKUREYRARMEISTARI í B-deild
C-deild 9-10 ára 1. sæti Steingerður Snorradóttir, AKUREYRARMEISTARI í C-deild
C-deild 11-13 ára 1. sæti Karen Dögg Gunnarsdóttir
Stökkfimi drengja:
Opin deild strákar 1. sæti Gunnar Skírnir Brynjólfsson, AKUREYRARMEISTARI í opinni deild drengja
A deild drengir. 1. sæti Friðrik Steingrímsson, AKUREYRARMEISTARI í A-deild drengja
Áhaldafimleikar stúlkna:
2. þrep. Þórey Edda Þórleifsdóttir, AKUREYRARMEISTARI í 2. þrepi
3. þrep. Hafrún Mist Guðmundsdóttir, AKUREYRARMEISTARI í 3. þrepi
4. þrep. Sólveig Alexandra Jónsdóttir, AKUREYRARMEISTARI í 4. þrepi
5. þrep. Thelma Sól Gröndal, AKUREYRARMEISTARI í 5. þrepi
Áhaldafimleikar drengja:
2. þrep Ögri Harðarson, AKUREYRARMEISTARI í 2. þrepi
3 þrep Birgir Valur Ágústsson, AKUREYRARMEISTARI í 3. þrepi
4. þrep Jóhann Gunnar Finnsson, AKUREYRARMEISTARI í 4. þrepi
5. þrep Gísli Már Þórðarson, AKUREYRARMEISTARI í 5. þrepi
Parkour hraðaþraut:
Eftirfarandi urðu efstir af þeim sem æfa hjá FIMAK
1. sæti 9-11 ára Gabríel Freyr Björnsson
1. sæti 12-14 ára Hlynur Sigfússon
1. sæti 15 ára + Bjarni Ísar Bjarnason