Akureyrarfjör 2007

Mörg glæsileg tilþrif sáust á mótinu hjá stelpunum og skemmtu sér allir vel sem komu og fylgdust með. Fimleikafélag Akureyrar átti tvö lið í 5. þrepi og fjögur lið í 6. Veitt voru verðlaun bæði í liðakeppni og einstaklingskeppni í 5. og 6. þrepi. Keppt var í A og B riðli í 5. þrepi.

Í A riðli í 5. þrepi náði lið FA öðru sæti. Í B riðli lönduðu stelpurnar gulli. Í 6.þrepi náði lið frá FA 3. sæti. 

Á þessu móti voru einnig krýndir Akureyrarmeistarar í þrepum. 

Í 6. þrepi í árgangi 1998. í samanlögðu voru úrslit þessi:

1. sæti. Þóra Karlsdóttir

2. sæti. Sigrún Harpa Baldursdóttir.

3. sæti. voru saman Urður og Iðun Andradætur.

Í 5 þrepi í árgangi 1997 í samanlögðu var Evíta Alice Möller í 1. sæti .

Akureyrarmeistari í 3. þrepi er Rósa Árnadóttir.

Akureyrarmeistari í 4. þrepi er Kamilla Einarsdóttir.

Akureyrarmeistari í 5. þrepi er Evíta Alice Möller.

Akureyrarmeistari í 6. þrepi er Þóra Karlsdóttir. 

Veitt voru hvatningarverðlaun til þeirra sem komust á íslandsmeistaramót fyrir hönd félagsins, fengu fimm einstaklingar að þessu sinni hvatningarverðlaun, veittur var viðurkenningar bikar og peningur. Þau sem hlutu þessi hvatningarverðlaun eru: Rósa Árnadóttir, Evíta Alice Möller, Haukur Svansson, Númi Kárason og Rúnar Unnsteinsson. 

Einnig fengu þeir sem náðu þessum árangri gjafir sem eftirtalin fyrirtæki styrktu félagið um. Bykó, Haftækni, Simens og Vodafone. 

Það er stefna Fimleikafélags Akureyrar að Akureyrarfjör festist í sessi og verði framvegis árviss viðburður og þeim félögum er sækja mótið fjölgi jafnt og þétt þegar fram líða stundir. 

Úrslit á móti:

4.þrep

5.þrep.

6.þrep.