Þar kepptu tæplega 100 stúlkur frá þremur félögum, Fimleikafélagi Akureyrar (FA), Björk í Hafnarfirði og Gerplu í Kópavogi. Keppt var í 5. og 6. þrepi fimleikastigans og voru flestir keppendur á aldrinum 7 til 10 ára. Í keppni A-liða í 6. þrepi sigraði Björk, Gerpla varð önnur og FA þriðja. Hjá B-liðum röðuðu lið frá FA sér í efstu sætin. Í keppni einstaklinga sigraði Birna Rós Stefánsdóttir , Helga brá Þórðardóttir varð önnur og Kolbrún Sara Magnúsdóttir þriðja, þær eru allar í Björk.
Í keppni A-liða í 5. þrepi sigraði Gerpla, Björk varð önnur og FA þriðja. Hjá B-liðum urðu lið frá Gerplu í fyrsta og öðru sæti og FA í þriðja sæti. Í keppni einstaklinga sigraði Kristbjörg Eva Hreinsdóttir Gerplu, Kristbjörg Bjarkadóttir Björk varð önnur og Arna Ýr Jónsdóttir Gerplu þriðja.
Keppnin var jafnframt Akureyrarmót og í 6. þrepi varð Ída Auðunsdóttir Akureyrarmeistari, Evíta Alice Friðbjörnsdóttir önnur og Kamilla Jónsdóttir þriðja. Í 5. þrepi varð Ragnhildur Inga Baldursdóttir Akureyrarmeistari, Kamilla Einarsdóttir önnur og María Borg Gunnarsdóttir þriðja.
Mikil gróska er í starfsemi Fimleikafélags Akureyrar, iðkendur eru um 400 en ekki var hægt að taka á móti öllum þeim sem vildu byrja síðastliðið haust, vegna plássleysis. Það stendur til bóta þar sem bæjaryfirvöld hafa ákveðið að byggja nýtt sérhæft fimleikahús, en ekki er orðið ljóst hvort það verður við Glerárskóla eða Giljaskóla. Langflestir iðkendur eru stúlkur en þó eru einnig vaskir hópar drengja í fimleikum.