Akureyrarfjör

Dagana 25.- 26. mars fer fram Akureyrarfjör hjá Fimleikafélaginu.  Þetta er innanfélagsmót þar allir iðkendur sem æfa á virkum dögum taka þátt.  Á föstudeginum eru það A-hópar, yngri F-hópar (þeir hópar sem ekki hafa farið suður á mót í vetur) og yngri K-hópar (þeir hópar sem ekki hafa farið suður að keppa í vetur).

Á laugardeginum eru það svo keppnishóparnir okkar sem keppa um Akureyrarmeistaratitil í hverjum styrktarflokki. Þetta eru F-1, F-2, F-3 (hluti), K-1, I-hópar og M-hópar.

Mótagjald er 1000kr.

Allir velkomnir að koma og horfa á krakkana spreyta sig, aðgangseyrir 500 kr. fyrir 12 ára og eldri.

Upplýsingar fást hjá þjálfurum.  Tímaplön er að finna í slóðunum hér fyrir neðan.

Föstudagur

Laugardagur áhöld

Laugardagur hópfimleikar

 

Stjórn Fimak